Sundferðir og sjóbissness
Ég hef lagt það í vana minn að skella mér í sund helst þrjá daga í viku. Það hefur vakið athygli mína hvernig gamalt fólk syndir. Ég veit að það er ljótt að segja svona, en gamalt fólk ætti bara að hafa eina braut svo að það sé ekki fyrir hinum sem er að reyna að synda hraðar en hálfan kílómetra á klukkustund. Í fyrsta lagi, þá syndir það HÆGT. Í öðru lagi, þá syndir það LÓÐRÉTT (hausinn upp, lappirnar niður) svo eiga sumir það til að synda frá hægra horni laugarinar og yfir í það vinstra hinum megin (já eða öfugt), semsagt á ská yfir alla brautina. Þetta gerir manni alveg hreint lífsins ómögulegt að stunda sitt sund, því hvernig sem fer, þá kemur einhver á móti manni. Eins og í dag, þá sá ég eina synda beint afturábak og aðra beint áfram, en þær syntu hvor á móti annarri. Sú sem synti áfram rétt vék úr vegi fyrir hinni. Maður þarf semsagt að stoppa eftir hverja ferð og reikna út hvar maður gæti hugsanlega komist yfir án þess að rekast á einhvern eða þurfa að kafa undir einhvern. Ég get svosem sjálfri mér um kennt, ég mæti alltaf í kring um hádegið þegar flestir eru í sundi. Annars er gott að brjóta aðeins upp daginn með 500 metrum og smá potti.
Söngurinn á föstudaginn gekk vel, ég fékk konfekt fyrir! Ella undirleikari bað mig um að syngja með sér á þorrablóti eldriborgara. Ég sagði náttúrulega já! Svo er kórinn að fara að syngja í Salnum á morgun, þannig að það er nóg að gera í sjóbissness!
skrifað af Runa Vala
kl: 18:27
|